Mér finnst það hreint og beint dónaskapur af sólinni að skína svona bjart inn um gluggana mína akkúrat þegar ég var að velja klæðnað dagsins (sem þar af leiðandi voru stutt pils og stuttermabolur) - en láta sig svo hverfa þegar ég var á leiðinni i vinnuna, svo mér líður frekar kjánalega í stutta pilsinu mínu undir alskýjuðum og drungalegum himni.
Þar sem sólin á víst erfitt með að biðjast afsökunar með orðum óska ég hér með eftir afsökunarbeiðni í gjörðum - og vonast til þess að sólargeislarnir fylgi mér a.m.k. næstu 3 dagana.
Bloggar | 22.6.2007 | 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Gunni er 32 ára í dag - til hamingju með afmælið ástin mín
Bloggar | 19.6.2007 | 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sonur minn svaf í baðkarinu í nótt. Bara svona upp á grín. Já, í alla nótt - og var enga stund að sofna! Fannst samt voða gott að kúra smá í okkar rúmi þegar við þurftum að fá að fara í sturtu í morgun :0)
Bloggar | 18.6.2007 | 14:38 (breytt kl. 14:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfrí síðustu 3 vikna hefur verið af góðum og gildum ástæðum... Í fyrsta lagi varð pabbi sjötugur 25. maí, og stórfjölskyldan flykktist á Blómsturvelli um Hvítasunnuhelgina til að halda upp á það :0) Hér má sjá mynd sem tekin var þegar við flögguðum þar, honum til heiðurs.
Þegar við komum heim frá Blómsturvöllum héldum við systurnar með Kvennakór Reykjavíkur til Parísar og þaðan á kóramót í Loreto (smábær á miðri austanverðri Ítalíuströnd) og loks Rómar, og héldum bæði tónleika í Notre Dame kirkjunni í París og S. Ignatius kirkjunni í Róm - báðar ótrúlega flottar á sinn hátt og gaman að syngja þar - auk þess sem það var ótrúleg upplifun að syngja í Notre Dame kirkjunni! Parísardaman kom okkur þangað inn, og á bæði kærar þakkir og heiður skilið fyrir það! Hún bloggaði um tónleikana, og má skoða þann pistil hér.
Ég kvaddi svo flestar kórkonurnar á Leonardo Da Vinci (eða var það De Caprio?) flugvellinum 5. júní, og færði mig yfir á komu-terminalinn, og beið eftir Gunna og Márusi. Arnheiður, Júlli, Þórdís og Kári komu svo á 9 manna Mercedes Vito-inum sem við höfðum leigt, sóttu okkur á flugvöllinn og keyrðu heim í bændagistinguna á Riserva di Martignanello, æðislegan stað inni í miðjum skógi í þjóðgarði hinna tveggja vatna - Lago di Martignano og Lago di Bracciano, 30km norðvestur af Róm.
Það er aldrei að vita nema ég setji inn ferðasögur frá þessum ferðum síðar - en þangað til er áhugasömum velkomið að skoða þessar myndir: http://mikkivefur.is/gunni/album/2007-06-12-italia-fjolskylduferd/index.html
Í stuttu máli voru þetta alveg ótrúlega skemmtilegar ferðir í alla staði, kórkonur ótrúlega jákvæðar í mis-þægilegum aðstæðum (líkamlega og andlega!) og fjölskylduferðin hefði ekki geta heppnast betur, - við erum kolfallin fyrir Ítalíu, hvort sem um er að ræða fólkið (og þar með talið starfsfólkið í búðum og veitingastöðum, sem ólíkt flestum túristastöðum sem ég hef komið til sýndu engin merki um þreytu á túristanum), landslagið, veðurfarið, matinn, húsin, göturnar, sætu litlu smábæina, hreinu vötnin... og svo má endalaust lengi telja. Ég get ekki beðið eftir að komast aftur til Ítalíu (og Gunni kippti með sér fasteignablaði ;0) )
Bloggar | 15.6.2007 | 08:56 (breytt kl. 09:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hér koma umbeðnar myndir af framkvæmdunum - bara fyrir áhugasama ;0)
Bloggar | 24.5.2007 | 09:12 (breytt kl. 09:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
(þessi frétt er framhald af þessari frétt, sem er framhald af þessari frétt, sem er framhald af þessari frétt )
Tími frá upphafi niðurrifs eldhúsinnréttingar: 82 dagar
Núverandi ástand gólfs: Gunni á reyndar enn eftir að setja flísar í nokkur horn (færri en síðast) þar sem okkur vantar að kaupa 4 flísar í viðbót fyrir þessi leiðinlegu horn - sem snúa öll eins, svo nei, ein flís (sem er jú með 4 horn!) nægir ekki!!! => 97% lokið! Fúgun - eða réttara sagt kíttun meðfram flísum / ( veggjum) : lokið í eldhúsinu, en eftir annarsstaðar. Ekki búið að kaupa gólflista.
Núverandi ástand veggja: Enn eftir að skera flotta línu á mörkum hvíta litarins og "næstum hvíta" litarins :0)
Innréttingin: Allir skápar samansettir. Annar helmingur þeirra kominn á sinn stað, en skápahurðir bíða þar til a) helmingur þeirra hefur skilað sér frá ikea b) við erum búin að fylla á skápana :0) Hinn helmingur innréttingarinnar bíður samsettur eftir að 2 klæðningar, sem eiga að koma sitt hvorum megin við ísskápinn, skili sér frá ikea. Megin hirsla eldhússins - skúffuskáparnir 3 - eru þarna á meðal - en eru reyndar tilbúnir áfyllingar, og hægt að mjaka þeim svo bara á réttan stað og skrúfa nokkrar skrúfur þegar þar að kemur. Verða áfylltir þegar uppþvottavélin er komin í gang og getur þvegið fyrir mig það sem á að fara í þá!
Eldhústækin: Ný uppþvottavél komin í sitt bil, píparinn ætlar að tengja hana í kvöld (jibbý, húrra, get hætt að vaska upp í baðvaskinum!!) Nýi ofninn + helluborðið bíða þæg og góð í sínum pakkningum eftir að rafvirkinn jafni sig eftir vinnuferð á sumarbústað fjölskyldunnar - Blómsturvöllum - og nenni að kíkja til okkar :0)
Næstu skref: Velja vask og blöndunartæki. Verður pottþétt gert eftir vinnu í dag, svo píparinn geti tengt það í kvöld líka - verður sett í einfalda spónaplötu meðan beðið er eftir borðplötu.
Íbúðin: Status quo...
Matarræðið:Status quo...
Áætluð verklok: Raunsætt álit: einhverntíma í júní líklega. Og þá á reyndar eftir að setja flísar milli efri og neðri skápa.
Bloggar | 22.5.2007 | 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
(þessi frétt er framhald af þessari frétt, sem er framhald af þessari frétt )
Tími frá upphafi niðurrifs eldhúsinnréttingar: 75 dagar
Núverandi ástand gólfs: Ótrúlega glæsilegar Quick-Step flísar komnar á forstofu, eldhús og hol - tókum burtu þröskulda, svo þetta flýtur alla leið. Gunni á reyndar eftir að setja flísar í nokkur horn og þar sem eru leiðinleg útskot o.þ.h. => 90% lokið!
Núverandi ástand veggja: Allir veggir, sem ekki fara undir innréttingu eða flísar milli efri og neðri, orðnir fallega Sand-beige litaðir og fínir, og loftið orðið hvítt. Eftir að skera flotta línu á mörkum hvíta litarins og "næstum hvíta" litarins :0)
Innréttingin: Keypt og komin í hús (að mestu leyti)! Vinna við uppsetningu fer fram á fimmtudag og föstudag.
Næstu skref: Klára gólflögn, setja upp innréttingu! Velja vask og blöndunartæki, og láta smíða borðplötu.
Íbúðin: Enn algjörlega í rúst - og eiginlega enn meira en áður, því við rifum niður alla hanka og hengidót úr forstofu áður en málað var => úlpur og skór og annað slíkt er á víð og dreif um íbúðina, auk þess sem töluskápurinn á ganginum var færður í vinnuherbergi og stofu, svo þar er ENN troðnara en fyrr. Það að auki þurfti niðurfallið fyrir þvottavélina að stífla endilega akkúrat núna, svo við höfum ekki geta þvegið þvotta síðustu vikuna... Þetta er reyndar komið í lag, stíflukall kom og losaði í morgun.
Matarræðið: Sama og síðast - nema hvað grillið er að koma ótrúlega sterkt inn ;0)
Áætluð verklok: Raunsætt álit: einhverntíma í júní líklega. Og þá á reyndar eftir að setja flísar milli efri og neðri skápa.
Bloggar | 15.5.2007 | 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég heyrði í gær auglýsingu frá Nettó:
... Víkingalambalæri með karrý og kókos kryddi - 15% afsláttur ...
Ég lýsi hér með opna hugmyndasamkeppni um það hvað er sameiginlegt með víkingum og karrý-og kókoskryddi!
Bloggar | 11.5.2007 | 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Verð að fá að mæla með þessum þáttum - 4 mínútna þættir um praktísku hliðina á skipulagningu og tilurð alheimsins - bara algjör snilld :0)
Lýsing á fyrsta þætti er eftirfarandi:
Episode One: Mr. Deity and the Evil
After creating the universe, Mr. Deity and Larry decide what evil they'll allow.
Bloggar | 9.5.2007 | 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
(þessi frétt er framhald af þessari frétt)
Tími frá upphafi niðurrifs eldhúsinnréttingar: 67 dagar
Núverandi ástand gólfs: Eldhús: Flott flotað gólf (smiður + Gunni flotuðu) - Forstofa: Enn flottara flotað gólf :0) (Gunni + ég flotuðum - óheyrilega montin af því ;0) ) Búið að kaupa gólfefni.
Núverandi ástand veggja: Eldhús: Búið að loka veggjum með plötum og laga eftir millivegginn. Búið að múra upp í steinsteypta vegginn að mestu (rafvirki á smá eftir áður en hægt að klára það). Búið að spartla upp í flest göt, holur og misfellur, eftir að pússa eitthvað af því niður. Eftir að froðufella inn í eitt gat og spartla þar yfir Forstofa: Búið að rífa niður hanka og nagla, og laga veggi eftir það. Einnig búið að rífa niður nagla o.fl. í holinu, og laga eftir það.
Næstu skref: klára undirbúning undir málningu, grunna og síðan mála veggi. SKAL klárast í vikunni! Stefnt að gólflögn á föstudag :0) og þá má bara loksins fara að kaupa innréttingu!
Íbúðin: Enn algjörlega í rúst
Matarræðið: Sama og síðast - aðkeyptur / örbylgjuhitaður, fyrir utan frábærar máltíðir hjá vinum og vandamönnum :0)
Áætluð verklok: Ótrúlegt en satt, en það er farið að glitta í þau! Vonandi hægt að byrja að púsla upp innréttingu í næstu viku.
Bloggar | 7.5.2007 | 10:30 (breytt 8.5.2007 kl. 13:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar