(þessi frétt er framhald af þessari frétt)
Tími frá upphafi niðurrifs eldhúsinnréttingar: 67 dagar
Núverandi ástand gólfs: Eldhús: Flott flotað gólf (smiður + Gunni flotuðu) - Forstofa: Enn flottara flotað gólf :0) (Gunni + ég flotuðum - óheyrilega montin af því ;0) ) Búið að kaupa gólfefni.
Núverandi ástand veggja: Eldhús: Búið að loka veggjum með plötum og laga eftir millivegginn. Búið að múra upp í steinsteypta vegginn að mestu (rafvirki á smá eftir áður en hægt að klára það). Búið að spartla upp í flest göt, holur og misfellur, eftir að pússa eitthvað af því niður. Eftir að froðufella inn í eitt gat og spartla þar yfir Forstofa: Búið að rífa niður hanka og nagla, og laga veggi eftir það. Einnig búið að rífa niður nagla o.fl. í holinu, og laga eftir það.
Næstu skref: klára undirbúning undir málningu, grunna og síðan mála veggi. SKAL klárast í vikunni! Stefnt að gólflögn á föstudag :0) og þá má bara loksins fara að kaupa innréttingu!
Íbúðin: Enn algjörlega í rúst
Matarræðið: Sama og síðast - aðkeyptur / örbylgjuhitaður, fyrir utan frábærar máltíðir hjá vinum og vandamönnum :0)
Áætluð verklok: Ótrúlegt en satt, en það er farið að glitta í þau! Vonandi hægt að byrja að púsla upp innréttingu í næstu viku.
Flokkur: Bloggar | 7.5.2007 | 10:30 (breytt 8.5.2007 kl. 13:07) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég elska að stafsetja spartl og gips....
Steina (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 12:10
hehe ég hafði aldrei spáð i hvernig spartl væri skrifað, og sagði alltaf bara *spastl* eða eitthvað álíka, eins og ég hafði heyrt þetta sagt. Svo benti mér einhver á að þetta væri skrifað svona (sel það ekki dýrara en ég keypti það) - og síðan hef ég bara ekki geta sagt það öðruvísi heldur! Gunni gerir endalaust grín að mér :0)
Hófí, 8.5.2007 kl. 13:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.