Eldhúsið komið í notkun!

Nærri 5 mánuðir frá því hafist var handa, og loksins loksins er eldhúsið komið í almenna notkun - þ.e.a.s. á sunnudaginn bakaði ég holla og góða eplaköku í nýja ofninum handa Sigrúnu og Kim sem kíktu í heimsókn (hjóluðu til okkar úr Álfheimunum - ótrúlega dugleg!) og í gær var eldaður mexíkóskur matur á nýja helluborðinu! 

Reyndar á enn eftir að setja hurðar fyrir 3 skápa, festa bak á einn og kaupa og setja skúffur inn í þriðja (búrskápinn), auk þess svo að setja sökkla og hækka upp í loft.  Svo verður flísalagt milli skápa einhverntíma á næstunni, og eins á eftir að setja gólflista og laga skilin milli lita í lofti og á veggjum í forstofu og holi.  Loks þarf að ákveða hvernig gluggasyllu skal setja, og sömuleiðis gardínur eða eitthvað fyrir gluggann. 

Set inn myndir þegar allar skáphurðarnar eru komnar :0)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Þöll

Ótrúlega næs að sitja í garðinum og borða eplaköku *mmmm*

Takk fyrir okkur! Við vorum gjörsamlega að deyja á leiðinni heim það var svo erfitt að hjóla hehehe...

Sigrún Þöll, 17.7.2007 kl. 10:46

2 Smámynd: Hófí

O já garðurinn er bara æði í svona veðri :0)    Verði ykkur að góðu!

Hófí, 17.7.2007 kl. 11:07

3 identicon

Til hamingju með eldhúsið, hlakka til að sjá myndir.

Knús, AB

Heiða (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 11:15

4 identicon

Til hamingju  Hlakka til að sjá myndir (og húsið hjá ma og pa á Hofsósi heitir Gilsbakki og er gula litla húsið svona hálffyrir ofan bæinn skilst mér)

Þóra Marteins (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband