Framkvæmdafréttir 15. maí

(þessi frétt er framhald af  þessari frétt, sem er framhald af þessari frétt )

Tími frá upphafi niðurrifs eldhúsinnréttingar: 75 dagar

Núverandi ástand gólfs:  Ótrúlega glæsilegar Quick-Step flísar komnar á forstofu, eldhús og hol - tókum burtu þröskulda, svo þetta flýtur alla leið.  Gunni á reyndar eftir að setja flísar í nokkur horn og þar sem eru leiðinleg útskot o.þ.h.   =>  90% lokið!

Núverandi ástand veggja: Allir veggir, sem ekki fara undir innréttingu eða flísar milli efri og neðri, orðnir fallega Sand-beige litaðir og fínir, og loftið orðið hvítt.  Eftir að skera flotta línu á mörkum hvíta litarins og "næstum hvíta" litarins :0)

Innréttingin:  Keypt og komin í hús (að  mestu leyti)!  Vinna við uppsetningu fer fram á fimmtudag og föstudag.

Næstu skref: Klára gólflögn, setja upp innréttingu!  Velja vask og blöndunartæki, og láta smíða borðplötu.

Íbúðin: Enn algjörlega í rúst - og eiginlega enn meira en áður, því við rifum niður alla hanka og hengidót úr forstofu áður en málað var => úlpur og skór og annað slíkt er á víð og dreif um íbúðina, auk þess sem töluskápurinn á ganginum var færður í vinnuherbergi og stofu, svo þar er ENN troðnara en fyrr.  Það að auki þurfti niðurfallið fyrir þvottavélina að stífla endilega akkúrat núna, svo við höfum ekki geta þvegið þvotta síðustu vikuna...  Þetta er reyndar komið í lag, stíflukall kom og losaði í morgun.

Matarræðið: Sama og síðast - nema hvað grillið er að koma ótrúlega sterkt inn ;0)

Áætluð verklok:  Raunsætt álit: einhverntíma í júní líklega. Og þá á reyndar eftir að setja flísar milli efri og neðri skápa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með þetta elskurnar. Gat eiginlega ekki annað en :) þegar ég las um að töluskápurinn og allt úr forstofunni er líka komið inn í stofu. Halló hvar hafist þið eiginlega við elskurnar. En allir góðir hlutir taka einhverntímann enda og þá er það hversdagsleikinn en þó með nýju útliti sem tekur við.  Hehehehe

kv KÓG

Kolbrún Guðjónsd. (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 23:22

2 Smámynd: Hófí

Hehe það má eiginlega einmitt segja að það sé hvergi pláss fyrir okkur! við rétt náum að tylla okkur kringum annan endann á borðstofuborðinu til að borða, og svo er græni stóllinn og ca akkúrat eins-rass-breidd af sófanum laust f. framan sjónvarpið...  Enda erum við ekki sérlega dugleg að bjóða fólki í heimsókn þessa dagana ;0)

Hófí, 16.5.2007 kl. 08:57

3 identicon

Hæ sæta. Ég treysti því að eiginmaðurinn sé alltaf með myndavélina á lofti. Langar mikið að sjá :) Til hamingju hvað gengur vel.

 Knús, Heiða

Arnheiður (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 16:52

4 Smámynd: Hófí

Höfum reyndar ekki verið alveg nógu dugleg - en tókum fullt í gær, og nú verður eitthvað af þessu sett inn á netið um helgina :0)

Hófí, 18.5.2007 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband