Fortíð og framtíð

Ég verð eiginlega bara að fá að vitna í hana Kollusætu (kórfélaga og fyrrum skólafélaga):

"Tónleikarnir í gær heppnuðust frábærlega, enda ekki svossem við öðru að búast, þetta er nottla bara geggjaður kór.. ég bara skil ekki afhverju fólk sem les þessa síðu mína er ekki að slást um miðana, ég hreinlega skora á ykkur að mæta á sunnudaginn, þetta er flott prógramm og við endalaust sætar og fínar. "

Við vorum meira að segja nokkrar í kórnum sem skelltum í pönnsur í stresskasti milli vinnu og tónleika (bakaðar af kærleika þrátt fyrir stressið ;0)  ) og seldum ásamt gosi eða kaffibolla á flottu verði við góðar móttökur tónleikagesta ...

Svo er bara helgin framundan og hún litast af meiri tónleikum og kóradóti, ásamt heilmikilli eldhúsvinnu, en við eigum bæði von á smið og rafvirkja í kvöld og ætlum svo að hella okkur í spartl og málningarvinnu þegar við komumst að veggjunum fyrir iðnaðarmönnunum!  Ef þetta heldur svona áfram er barasta aldrei að vita nema eldhúsið verði klárt fyrir verslunarmannahelgi!

 Eigðu annars góðan dag og frábæra helgi lesandi góður...


Framkvæmdafréttir

Tími frá upphafi niðurrifs eldhússinnréttingar: 56 dagar

Núverand ástand gólfs:  Eldhús: nakinn steinn -  Forstofa: nakinn steinn + motta

Núverandi ástand veggja: Eldhús: göt hér og þar, búið að stækka gatið eftir píparann, fóðra með steinull og plasta yfir. Búið að stoppa í gatið yfir í forstofuna í næstu íbúð með steinull.  Eftir að laga steinsteypta vegginn þar.   Milliveggir farnir, eftir að laga til eftir þá.   Forstofa: Ljóti skóskápurinn farinn, gulur veggurinn þar undir!

Næstu skref: Grunna og síðan flota eldhús- og forstofugólf, vonandi búið um helgina.  Klára að laga vegginn eftir píparann! Spörtlum veggi ef tími gefst.

Íbúðin: Í rúst

Matarræðið: mömmumatur (takk mamma :0) ), örbylgjufæði, skyndibiti og einstaka grillsteik.  Etið með plasthnífapörum af pappadiskum  (nema mömmumaturinn :0) )

Áætluð verklok:  Dísús... hef ekki græna...  Vonandi fyrir haustið!


Ítölskukennsla Hófíar - fyrsti hluti

Vissuð þið að Farfalle pastað, sem í Kana-landi er víst kallað "bow-tie pasta", en við köllum oft fiðrildapasta, er einmitt nefnt eftir ítalska orðinu farfalla, sem þýðir jú einmitt fiðrildi :0)

Farfalle pasta

Fiðrildi

 

 

 

 

 

 


Þetta er ekki fyrsta auglýsingin!

...eða jú kannski - a.m.k. ef við miðum við akkúrat auglýsingar á slóðinni hofi.blog.is :0)

Hér kemur hún samt!

Fimmtudaginn 3. maí kl 20:00 og sunnudaginn 6. maí kl 17:00 heldur Kvennakór Reykjavíkur sína árlegu vortónleika í Grensáskirkju.  Tónleikarnir bera yfirskriftina: Yfir vötn og höf.  Þema tónleikanna er vatn og mun kórinn syngja um vatn í ýmsum myndum: Tár, regn, læki, ár og höf.

Kórnum er sérstök ánægja að kynna til frumflutnings tvö ný lög eftir Tryggva M. Baldvinsson, tónskáld, sem hann samdi fyrir kórinn nú á vormánuðum. Lögin heita Næturregn og Sporin þín og eru samin við ljóð Davíðs Stefánssonar. Auk þessa eru á efnisskránni íslensk verk og erlend, gömul og ný og án efa finnur hver maður eitthvað við sitt hæfi.

Einsöngvari með kórnum er Gunnar Guðbjörnsson, píanóleikari er Anna Guðný Guðbjörnsdóttir og stjórnandi er Sigrún Þorgeirsdóttir.

Miðaverð á tónleikana er kr. 2.300,- við innganginn en kr. 2.000,- í forsölu (t.d. hjá mér :0) ).


Þetta er ekki fyrsta bloggfærslan!

Neibbs, ég þvertek fyrir að setja hér inn svona dæmigerðan *þetta er nú fyrsta bloggfærslan mín og hér ætla ég að skrifa um* pistil, því ég bloggaði lengi á hofi.mikkivefur.is (sem liggur niðri í augnablikinu), og tók þann pakka út þar!  Ég ætla þess vegna líka að gera ráð fyrir að lesendur mínir (ef einhverjir verða) hafi lesið bloggið mitt þar líka, og ég þurfi þess vegna ekki að segja þeim að ég skrifa mest almennar hugdellur, um fjölskylduna, matargerð (eða matarát!) og svo kannski eitthvað smá um almennt hvað er að gerast hjá mér - t.d. kórtónleikar og þess háttar.

Og hafðu það - og eigðu góðan dag :0)


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband