Þetta er ekki fyrsta bloggfærslan!

Neibbs, ég þvertek fyrir að setja hér inn svona dæmigerðan *þetta er nú fyrsta bloggfærslan mín og hér ætla ég að skrifa um* pistil, því ég bloggaði lengi á hofi.mikkivefur.is (sem liggur niðri í augnablikinu), og tók þann pakka út þar!  Ég ætla þess vegna líka að gera ráð fyrir að lesendur mínir (ef einhverjir verða) hafi lesið bloggið mitt þar líka, og ég þurfi þess vegna ekki að segja þeim að ég skrifa mest almennar hugdellur, um fjölskylduna, matargerð (eða matarát!) og svo kannski eitthvað smá um almennt hvað er að gerast hjá mér - t.d. kórtónleikar og þess háttar.

Og hafðu það - og eigðu góðan dag :0)


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Þöll

víst!

Sigrún Þöll, 24.4.2007 kl. 11:13

2 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

hmm, nei

hvurn dauðann eruð þið mikkavefjarfólk annars að gera á þessu glataða moggabloggi? ;)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 24.4.2007 kl. 13:32

3 Smámynd: Hófí

hehe - eins og þú getur ímyndað þér, Hildigunnur, þá streittist ég lengi við að byrja ekki með annað blogg en á elsku mikkavef - en gaf loks undan hópþrýstingnum!  þetta er hinsvegar algjörlega tímabundið - ég hlakka til að komast aftur í *mitt* :0)  ...hvenær sem það nú verður!

Hófí, 24.4.2007 kl. 14:20

4 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Hallur, uh, sko, veit, var ekki að skjóta á það. Bara þoli ekki moblo, ómögulega.

Gríðarlega illa safarivænt, til dæmis, og svo bara sjálfhverfnin í því að geta ekki sett inn færslu með vísun í eigin síðu nema kunna a href... (hehe, ég kann, síðan mín er hér ), heldur þurfa að vera með blog.is síðu sjálfur. Þannig hefur bara bloggumhverfið aldrei virkað. Live and let live.

En megi Mikki komast upp sem fyrst að fullu. Ég er amk byrjuð að nota rssið þar aftur :)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 24.4.2007 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband