Framkvæmdafréttir 22. maí

(þessi frétt er framhald af þessari frétt, sem er framhald af þessari frétt, sem er framhald af þessari frétt )

Tími frá upphafi niðurrifs eldhúsinnréttingar: 82 dagar

Núverandi ástand gólfs: Gunni á reyndar enn eftir að setja flísar í nokkur horn (færri en síðast) þar sem okkur vantar að kaupa 4 flísar í viðbót fyrir þessi leiðinlegu horn - sem snúa öll eins, svo nei, ein flís (sem er jú með 4 horn!) nægir ekki!!!   =>  97% lokið!     Fúgun - eða réttara sagt kíttun meðfram flísum / ( veggjum) : lokið í eldhúsinu, en eftir annarsstaðar.  Ekki búið að kaupa gólflista.

Núverandi ástand veggja: Enn eftir að skera flotta línu á mörkum hvíta litarins og "næstum hvíta" litarins :0)

Innréttingin: Allir skápar samansettir.  Annar helmingur þeirra kominn á sinn stað, en skápahurðir bíða þar til a) helmingur þeirra hefur skilað sér frá ikea b) við erum búin að fylla á skápana :0)   Hinn helmingur innréttingarinnar bíður samsettur eftir að 2 klæðningar, sem eiga að koma sitt hvorum megin við ísskápinn, skili sér frá ikea.  Megin hirsla eldhússins - skúffuskáparnir 3 - eru þarna á meðal - en eru reyndar tilbúnir áfyllingar, og hægt að mjaka þeim svo bara á réttan stað og skrúfa nokkrar skrúfur þegar þar að kemur.  Verða áfylltir þegar uppþvottavélin er komin í gang og getur þvegið fyrir mig það sem á að fara í þá!

Eldhústækin:  Ný uppþvottavél komin í sitt bil, píparinn ætlar að tengja hana í kvöld (jibbý, húrra, get hætt að vaska upp í baðvaskinum!!)  Nýi ofninn + helluborðið bíða þæg og góð í sínum pakkningum eftir að rafvirkinn jafni sig eftir vinnuferð á sumarbústað fjölskyldunnar - Blómsturvöllum  - og nenni að kíkja til okkar :0)

Næstu skref: Velja vask og blöndunartæki.  Verður pottþétt gert eftir vinnu í dag, svo píparinn geti tengt það í kvöld líka - verður sett í einfalda spónaplötu meðan beðið er eftir borðplötu.

Íbúðin: Status quo...

Matarræðið:Status quo...

Áætluð verklok: Raunsætt álit: einhverntíma í júní líklega. Og þá á reyndar eftir að setja flísar milli efri og neðri skápa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband