Yndislega Ítalía

Bloggfrí síðustu 3 vikna hefur verið af góðum og gildum ástæðum...  Í fyrsta lagi varð pabbi sjötugur 25. maí, og stórfjölskyldan flykktist á Blómsturvelli um Hvítasunnuhelgina til að halda upp á það :0)  Hér má sjá mynd sem tekin var þegar við flögguðum þar, honum til heiðurs. 

Þegar við komum heim frá Blómsturvöllum héldum við systurnar með Kvennakór Reykjavíkur til Parísar og þaðan á kóramót í Loreto (smábær á miðri austanverðri Ítalíuströnd) og loks Rómar, og héldum bæði tónleika í Notre Dame kirkjunni í París og S. Ignatius kirkjunni í Róm - báðar ótrúlega flottar á sinn hátt og gaman að syngja þar - auk þess sem það var ótrúleg upplifun að syngja í Notre Dame kirkjunni!  Parísardaman kom okkur þangað inn, og á bæði kærar þakkir og heiður skilið fyrir það!  Hún bloggaði um tónleikana, og má skoða þann pistil hér.

Ég kvaddi svo flestar kórkonurnar á Leonardo Da Vinci (eða var það De Caprio?) flugvellinum 5. júní, og færði mig yfir á komu-terminalinn, og beið eftir Gunna og Márusi.  Arnheiður, Júlli, Þórdís og Kári komu svo á 9 manna Mercedes Vito-inum sem við höfðum leigt, sóttu okkur á flugvöllinn og keyrðu heim í bændagistinguna á Riserva di Martignanello, æðislegan stað inni í miðjum skógi í þjóðgarði hinna tveggja vatna - Lago di Martignano og Lago di Bracciano, 30km norðvestur af Róm.

Það er aldrei að vita nema ég setji inn ferðasögur frá þessum ferðum síðar - en þangað til er áhugasömum velkomið að skoða þessar myndir: http://mikkivefur.is/gunni/album/2007-06-12-italia-fjolskylduferd/index.html 

Í stuttu máli voru þetta alveg ótrúlega skemmtilegar ferðir í alla staði, kórkonur ótrúlega jákvæðar í mis-þægilegum aðstæðum (líkamlega og andlega!) og fjölskylduferðin hefði ekki geta heppnast betur, - við erum kolfallin fyrir Ítalíu, hvort sem um er að ræða fólkið (og þar með talið starfsfólkið í búðum og veitingastöðum, sem ólíkt flestum túristastöðum sem ég hef komið til sýndu engin merki um þreytu á túristanum), landslagið, veðurfarið, matinn, húsin, göturnar, sætu litlu smábæina, hreinu vötnin...  og svo má endalaust lengi telja.  Ég get ekki beðið eftir að komast aftur til Ítalíu (og Gunni kippti með sér fasteignablaði ;0)  )


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Þöll

þassogott að þú sért komin heim

Sigrún Þöll, 15.6.2007 kl. 09:00

2 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Mm þetta hefur nú verið aldeilis skemmtilegt!  Leiðinlegt samt að þú misstir af rigningunni hérna á meðan

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 16.6.2007 kl. 13:16

3 Smámynd: Hófí

hehe ég fékk reyndar smá rigningu í *fyrri ferðinni*  - með kórnum - og svo pínu ponsu rigningu - akkúrat nákvæmlega þegar ég vildi (já vildi!) fá hana, þegar var sjóðandi heitt í miðri Róm, og við vorum stödd inni í Pantheon. Þar er nefnilega hreinlega risastórt gat / auga í loftinu, sem ferðahandbækurnar sögðu að væri stórfenglegt að sjá þegar rigndi í gegnum :0)  (og höfðu rétt fyrir sér)

Hófí, 18.6.2007 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband