Óforskömmuð sól

Mér finnst það hreint og beint dónaskapur af sólinni að skína svona bjart inn um gluggana mína akkúrat þegar ég var að velja klæðnað dagsins (sem þar af leiðandi voru stutt pils og stuttermabolur) - en láta sig svo hverfa þegar ég var á leiðinni i vinnuna, svo mér líður frekar kjánalega í stutta pilsinu mínu undir alskýjuðum og drungalegum himni.

Þar sem sólin á víst erfitt með að biðjast afsökunar með orðum óska ég hér með eftir afsökunarbeiðni í gjörðum - og vonast til þess að sólargeislarnir fylgi mér a.m.k. næstu 3 dagana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Freyr Steinsson

Hvusslax frekja er þetta eiginlega? ;-)

Gunnar Freyr Steinsson, 22.6.2007 kl. 12:27

2 identicon

mér sýnist nú sólin hafa bætt þér þetta upp eða? Það var allavega fullt af sól á Sólheimum....

Þóra Marteins (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 00:30

3 Smámynd: Hófí

Ojú það var glampandi sólskin norður á Hofsósi líka :0)  Við erum orðnar sáttar aftur, sólin og ég.

Hófí, 26.6.2007 kl. 14:08

4 identicon

Gott að heyra

Þóra Marteins (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband