Fćrsluflokkur: Tónlist

Ţetta er ekki fyrsta auglýsingin!

...eđa jú kannski - a.m.k. ef viđ miđum viđ akkúrat auglýsingar á slóđinni hofi.blog.is :0)

Hér kemur hún samt!

Fimmtudaginn 3. maí kl 20:00 og sunnudaginn 6. maí kl 17:00 heldur Kvennakór Reykjavíkur sína árlegu vortónleika í Grensáskirkju.  Tónleikarnir bera yfirskriftina: Yfir vötn og höf.  Ţema tónleikanna er vatn og mun kórinn syngja um vatn í ýmsum myndum: Tár, regn, lćki, ár og höf.

Kórnum er sérstök ánćgja ađ kynna til frumflutnings tvö ný lög eftir Tryggva M. Baldvinsson, tónskáld, sem hann samdi fyrir kórinn nú á vormánuđum. Lögin heita Nćturregn og Sporin ţín og eru samin viđ ljóđ Davíđs Stefánssonar. Auk ţessa eru á efnisskránni íslensk verk og erlend, gömul og ný og án efa finnur hver mađur eitthvađ viđ sitt hćfi.

Einsöngvari međ kórnum er Gunnar Guđbjörnsson, píanóleikari er Anna Guđný Guđbjörnsdóttir og stjórnandi er Sigrún Ţorgeirsdóttir.

Miđaverđ á tónleikana er kr. 2.300,- viđ innganginn en kr. 2.000,- í forsölu (t.d. hjá mér :0) ).


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband